Hvassafell 3 gamla fjósið , 861 Hvolsvöllur
200.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
7 herb.
690 m2
200.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1957
Brunabótamat
233.180.000
Fasteignamat
70.290.000

Borgir fasteignasala kynna : Til sölu land, íbúðarhús, veitingahús, vélageymsla og útigeymsla við Hvassafell 861 Hvolsvelli.

Smelltu hér til að fara á slóð Tripadvisor
Veitingahúsið er mjög vinsælt með 120.000.000 til 130.000.000.- milljóna króna veltu á ári og búið að vera starfrækt til nokkurra ára. 
Hér er um einstakt tækifæri að ræða þar sem veitingastaðurinn er fjölfarinn og þekktur og fær mjög góða einkunn á Tripadvisor.
Tilvalið fyrir samheldna fjölskyldu eða duglega einstaklinga sem eru tilbúnir í skemmtilegt og fjölbreytt ævintýri.


Um er að ræða 27169 fm (2,71 hektara) sem er skilgreint sem verslunar og iðnaðarlóð. Nánar tiltekið 38 kílómetra frá Hvolfsvelli. Jörðin er skráð með íbúðar- veitingarhúsi sem er starfrækt yfir sumartímann en einnig hægt að hafa opið yfir vetrartíman, einnig eru véla- og útigeymsla. Á jörðinni er 195 fm steypt einbýlishús byggt 1957 á tveimur hæðum. Neðri hæð með forstofu, eldhúsi, baðherbergi, þvottherbergi, stofu, 2 herbergjum og búr. Eldhúsið og búr er flísalagt og hiti í gólfi í eldhúsi. Eldhúsinnréttingin var endurnýjuð árið 2008. Baðherbergið er flísalgat með gólfhita en það var endurgert árið 2016. Tveir inngangar eru inn í húsið annar í anddyrir og hinn í þvottaherbergið. Þeir eru báðir flísalagðir og hiti í gólfi í öðrum þeirra, einnig er hægt að ganga út á pall úr stofunni. Viðarparket er á stofu og gangi, plastparket á herbergi og málað gólf á svefniherberginu. Á efri hæð eru 3 herbergi, sjónvarpshol, salerni og tvær geymslur. Nýlegur hitakútur hússins er á efri hæðinni í annari geymslunni en hann var settur árið 2018. Kalt vatn kemur úr sameiginlegri borholu í hlíðum Steinafjalls. Eignarhluti í Vatnsveitu Steina og Leirnahverfis fylgir eigninni.  

Einbýlishús 
Forstofa : Með flísum á gólfi.
Andyri : Með flísum á gólfi og fatahengi 
þvottahús : Flísum á gólfi, tengi fyrir þvottavél 
Eldhús : Hvít eldhúsinnrétting, með helluborði, bakaraofni og tengi fyrir uppþvottavél
Búr : Innaf eldhúsi með góðu hilluplássi 
Baðherbergi : Góður gluggi með opnanlegu fagi, upphengdu salerni, stór vaskur með skáp, sturta sem gengið er inní. 
Svefniherbergi : Rúmgott og málað gólf
Barnaherbergi/skrifstofa,getur einnig verið fataherbergi.
Stofa : Með parketi á gólfi, gengið út á pall sem snýr í suður og vestur. Gluggi sem snýr suður og einnig gluggi sem snýr vestur
Gangur á milli rýma : Gangur með góðum skápum 
Efri hæð 
Herbergi I :
Vesturherbergi með möguleika á tveimur rúmum 
Herbergi II : Suðurherbergi með möguleika á tvíbreiðu rúmi 
Herbergi III : Norðurherbergi með möguleika á tveimur rúmum
Sjónvarpshol : Með möguleika á sófa eða tveimur rúmum einnig hægt að hafa sem sjónvarpsherbergi
Baðherbergi : Með salerni og vaski 
Geymsla I : Suðurgeymsla 
Geymsla II :  Norðurgeymsla

Gamla fjósið veitingahúsið er steypt, 215 fm að stærð byggt 1957 en það er upphaflega byggt sem fjós og hlaða. Hætt var að nota það sem fjós 1999. Árið 2011 var húsinu breytt í veitingastað sem hefur verið rekin þar síðan 12.ágúst 2011. Húsið skiptist í 100 fm veitningasal, eldhús, lager, vinnurými, inngang/starfsmannaaðstöðu, salerni fyrir starfsmenn og geymsluloft yfir húsinu. Tvö salerni fyrir gesti og ræstikompa en þessum einingum var bætt við 2011 þegar húsinu var breytt. Við breytingu og endurhönnun á veitingastaðunum fékk arfleið hússins að njóta sín með grófum veggjum, brynningar döllum og básagrindum úr gamla fjósinu. Efniviður var endurunnin og mikil endurvinnsla sem gefur veitingahúsinu skemmtilegan heildar blæ. Allir veggir eru upprunalegir ópússaðir en málaðir. Loftið er með upprunalega viðar bitum, einangraðir og eldvarðir með gifsi sem er svo klætt með hvíttuðu timbri með tilliti til hljóðvistar. Gólfið er úr gegnheilum fururborðum. Húsið var klætt og einangrað að utan 2011 með bárujárni og nýjir gluggar og hurðar voru einnig settir í það. Nýtt gler var sett í alla glugga er snúa austur sumarið 2022. Skjólgott og fallegt útisvæði er við aðal innganginn á vesturhlið hússins. 
Salurinn í veitingarsal er 100 fm og hefur leyfi fyrir 50 manns í sæti. Salurinn er hitaður með tveimur loft varmadælum, lagnir eru fyrir 3 varmadælur. 
Eldhúsið er fullbúið veitinga hús með epoxy gólfdúk í vinnurými er vinnuborð, stór hrærivél, kæli- og frystiklefi, listi yfir tæki og áhöld eru til á staðnum, gólf máluð. Lagerinn er bæði innangengin frá salnum og vinnurýminu og hefur verið notaður sem herbergi bæði fyrir gesti og lager, gólf málað.  Þakjárnið á húsinu þarfnast lagfæringar. 
Gamla hlaðan, skiptist í þrjú rými með gifsveggjum í eldhúsi, vinnurými með lágu geymslulofti yfir. 
  
Vélageymsla, véla- og verkfærageymsla er 84 fm og var byggt 1974. Húsið er óeinangrað með lítilli gryfju. Nýtt þakjárn var sett á húsið 2018.
Útigeymslan, er 28 fm óupphituð útigeymsla byggð sem hesthús 1962. Var klædd nýju bárujárni 2018 og nýtist sem geymsla fyrir garðhúsgög og garðáhöld í dag.

Einbýlishús : Efri hæðin þarfnast endurnýjunnar, en ný gólfefni voru sett á herbergin árið 2007. Loftið er einagrað með einangrunarplasti, á nokkrum stöðum eru skemmdir í loftklæðningu eftir vatnsleka sem varð áður, en nýtt þak var sett á húsið 2022. Skipta þarf um rúðu í þakglugga í sjólvarpsholi og 1 rúðu á gangi á austurhlið. Hitakútur, leki kom frá affallinu á honum 2019 í þvottahús og svefniherbergi á neðri hæð. Búið er að koma fyrir lekan en ekki komin ný gólfefni á svefniherbergið. Við lekan voru teknar upp flísar í þvottahúsi af gryfju sem áður þjónaði miðstövarhitun. Nú er gryfjan hulin með spónarplötum. Rotþró er sameiginleg fyrir íbúðarhúsið og veitingastaðinn og er verið að setja fituskilju við lagnirnar til að forðast að rotþróin stíflist, verður tilbúið fyrir opnun veitingastaðarins í vor. Gólfplatan í húsinu er þunn og því getur verið gólfkuldi þar sem ekki er hiti í gólfum. Rafmagnshitun er í húsinu.

Nánari upplýsingar veitir Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali sími 896-8030 og Jóhanna M Jóhannsdóttir í námi til löggildingar sími 820-0788

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill Borgir því skora væntanlega kaupendur á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bæra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 59.000 mvsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.