Sólvallagata 80, Reykjavík


TegundFjölbýlishús Stærð115.80 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

Borgir s. 588-2030 kynna: Fallega og vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð í Vesturbænum. Sérmerkt stæði í bílahúsi ásamt þvottaaðstöðu fyrir bílinn.  
Geymsla í sameign með glugga. Stutt í ýmissa þjónustu svo sem skóla og verslanir. Suð-vestur svalir.


Íbúðin skiptist í:
Fyrst er gengið inn í forstofu/hol með góðum skáp fyrir yfirhafnir. Frá holi er gengið inn í vistarverur, tvö rúmgóð svefnherbergi og stórt hjónaherbergi, öll með skápum. Gluggar herbergja vísa í norð-austur. Við enda hols er ágætt baðherbergi og rúmgott þvottahús með glugga með opnanlegu fagi. Baðherbergið er flísalagt á gólfi og veggjum með ljósum flísum og innréttað með sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofni, góðum skápi undir vaski og innfeld lýsing yfir stórum spegli. Frá holi er komið inn í bjarta stofu með stórum glugga sem vísar í suð-vestur. Frá stofu er gengið út á góðar svalir. Inn af stofu er gengið inn í eldhúsið sem er hálf-opið inn í stofu. Eldhúsið er rúmgott með ljósri viðarinnréttingu, góðu skápaplássi og rými fyrir borðkrók og glugga út á svalir. 

Gólfefni á rýmum eru: samstætt parket á svefnherbergjum og stofu. Hol, baðherbergi og þvottahús eru flísalögð með ljósum flísum.

Frekari upplýsingar veita Ægir Breiðfjörð s.896-8030 / aegir@borgir.is eða Ólafur Freyr s.662-2535 / olafur@borgir.is.

í vinnslu