Þórdísarbyggð 39, Borgarbyggð


TegundLóð / Jarðir Stærð0.00 m2 0Herbergi Baðherbergi

Um er að ræða  2,9 ha sumarhúsalóð  í landi Stangarholts á svæði sem kallast þórdísarbyggð.
Langáin rennur þarna mjög nærri.
Lóðin er nr. 39 og sést fljótlega eftir að komið er inn á svæðið, ekki langt frá Stangarholtsbænum.
Hluti lóðarinnar er gamalt tún og þar er búið að planta allnokkru af trjám sem sum eru orðin mannhæðarhá.
Síðan er þarna melur með lágum klettum.
Restin er votlendi sem er þokkalega þurrt á sumrum.
Vatnslögn er í lóðinni, en ekki komið heitt vatn.
Búið er að byggja bústaði á tveimur lóðum við hliðina.
Ekkert er áhvílandi á lóðinni. greitt hefur verið framkvæmdagjald í félag lóðareiganda, sem er rúmar 20 þúsund á ári.

Leiðarlýsing til að fara á staðinn: Afleggjarinn er á hægri hönd af Snæfellnesvegi við ána Langá.  Það eru skilti við afleggjarann þar sem stendur Stangarholt og að mig minnir líka Jarðlangstaðir.  Farið er sem leið liggur að Stangarholtsbænum, framhjá veiðihúsinu. Rétt áður en komið er að bænum birtast tveir bústaðir à  vinstri hönd og er sá fyrri grálitaður. Næsta lóð við þann seinni er okkar lóð. Lóðin er ógirt og ekkert hlið. Hún er alveg við veginn sem liggur þarna upp eftir og hægt að fara í innkeyrsluna að seinni bænum. Einhverjir girðingastaurar sjást þarna sem afmarka lóðina Líka er búið er að setja staura  sem sýna stærð landsins og hvernig það liggur.  Skilti með númerinu (nr. 39 )  stendur í vestur endanum og liggur landið þaðan í áttina að Stangarholtsbænum.  Um 100 m vegalengd. Það liggur svo frá aðalveginum að veginum fyrir ofan, um 300 m.


 

í vinnslu