Stjörnugróf 27, 108 Reykjavík

5 Herbergja, 154.50 m2 Einbýlishús, Verð:82.000.000 KR.

Borgir s. 588-2030 kynna: Innst í Fossvogsdalnum. Einbýli á einni hæð með stórum flottum garði í kring. Stór bílskúr sem hefur verið stækkaður til að bæta við þrem góðum sér geymslum. Gróðurhús áfast við bílskúrinn bakatil. Liggur að opnu svæði Dalsins. Örstutt í göngubrú yfir í Elliðaárdalinn. Eignin tilheyrði Kópavogi og hét áður Reynistaður við Nýbýlaveg. Samkvæmt þjóðskrá er húsið byggt 1980 og bílskúr 1996 en hið rétta er líklega að eldri hlutinn af húsinu er byggður mun fyrr úr timbri.  Viðbyggingin frá 1980 er hlaðin úr steini og bílskúrinn er steyptur að hluta samkvæmt núverandi eiganda sem lét byggja hvorutveggja. Lýsing húsa: Fyrst er komið í rúmgott forstofuskýli, óupphitað, þar skápur til að nýta sem kalda geymslu. (ekki á teikningu og ekki inni í uppgefinni stærð). Síðan er gengið í hol  sem er opið í stofu og eldhús. Góðir skápar í holi. Frá holinu er baðherbergi, flísar á gólfi, sturtuaðstaða, gluggi, ...

Hvassaleiti 26, 103 Reykjavík

6 Herbergja, 179.60 m2 Fjölbýlishús, Verð:62.500.000 KR.

Borgir s. 588-2030 kynna: 6 herbergja endaíbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. 5 svefnherbergi. Baðherbergi og Gestasnyrting. Bílskúr Sér stórt þvottahús í kjallara. Íbúðin er skráð 138,2 fm, þvottahúsið 12,4 fm, geymsla í kjallara 7,4 fm og bílskúrinn 21,6 fm. Lýsing: Komið er inn í stórt fremra hol. Við hliðina í inngangi frá holi er góð gestasnyrting flísalögð. Næst er rúmgott  svefnherbergi með skápum, gluggi í vestur. Eldhúsið er stórt, aflokað með eldri innréttingum en þar gluggi í austur. Við hliðina á eldhúsi er svo minnsta svefnherbergið og þar austurgluggi. Frá fremra holi er líka gegnið í stofuna sem er stór og björt og þaðan útgegnt á vestur svalir. Frá holi er svo gegnið áfram inn í innri svefnherbergja gang og þar eru 3 herberbergi og baðherbergi. Fyrst á austurhlið er gott barnaherbergi með skápum. Við hliðina á því er hjónaherbergið. Þar skápar og gluggi í norður. Við hliðina á hjónaherbergi er flísalagt baðherbergi með sturtuaðstöðu ...

Einarsnes 34, 102 Reykjavík

7 Herbergja, 254.90 m2 Parhús, Verð:105.500.000 KR.

Borgir s. 588-2030 kynna: Mjög fallegt og sérstakt parhús á tveim hæðum á horni Einarsness og Bauganess. Góður ca 33 fm bílskur. Útigeymslur í sér skúr í bakgarði. Bakgarður í suður með trjágróðri. Sólstofa frá stofum niðri og líka frá herbergi á efri hæð. Húsið er allt steypt, líka hallandi þakið, og síðan klætt með áli og er í góðu viðhaldi. Íbúðin er skárð sem 222,3 fm og bílskúr 32,6 frm en auk þess er ca 13 fm sólstofa á efri hæð (yfirbyggðar svalir). Rétt stærð því nær 268 fm alls plús útiskúr. Lýsing:  Komið er í forstofu, þar steinflísar á gólfi og fataskápar. Næst er stórt bjart stigahol, steinflísar. Þar fyrst gestasnyrting flísar á gólfi.Frá holi eru þrjár tröppur niður að stórri  nýrri rennihurð þar sem gengið er í bakgarð. Einng í holi er parketlagður stigi upp á efri hæð. Innangegnt frá holi í eldhús með ...

Bergstaðastræti 50, 101 Reykjavík

1 Herbergja, 36.90 m2 Fjölbýlishús, Verð:31.900.000 KR.

Þessi eign er seld með fyrirvara sem stendur til 9.11.2020 Laus til afhendingar strax. Flott, íbúð á jarðhæð nálægt miðbænum. Íbúðin er uppgerð. Snýr öll í suður út í garð. Eina íbúðin á hæðinni.. Lýsing: Inngangur beint frá gagnstéttinni við Bergstaðastræti. Gengið niður einn stiga og þá komið á jarðæð garðmegin en íbúðin snýr út í garðinn en ekki útgegnt. Frá stigagangi er komið strax í opið heildar-rými. Fyrst er mjög fínt baðherbergi allt flísalagt með sturtu svæði og innréttingu og sérstakri lýsingu í lofti. Á austurvegg er hvít eldhúsinnrétting með innbyggðum ísskáp, gott skápapláss. Fyrir framan eldhúsið má hafa borðstofuborðið og í framhaldi af því svefnaðstöðu. Ekki sér geymsla en henni var breytt í góða skápa við innganginn. Sameigninlegt þvottahús frammi frá gangi. Sérstök Philips snjall-lýsing í íbúðinni. Fallegar flísar á öllum gólfum. Nánari upplýsingar veita Ægir s. 896-8030 eða aegir@borgir.is og Ragnhildur s. 861-1197 eða ragnhildur@borgir.is  

Bræðraborgarstígur 4A, 101 Reykjavík

4 Herbergja, 82.70 m2 Fjölbýlishús, Verð:42.900.000 KR.

Borgir s. 588-2030 kynna: Góða þriggja til fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð  í reisulegu húsi sem stendur á horni Ránargötu og Bræðraborgarstigs. Sér inngagnur beint frá götu. Íbúðin er lítið niðurgrafin, aðeins tvær tröppur niður við innganginn. Íbúðin snýr bæði út að Bræðraborgarstíg og Ránargötu og inn í bakgarðinn til vesturs. Íbúðin er: Forstofa, flísar. Síðan er gengið beint inn í eldhús með eldri ljósum innréttingum. Eldhúsið er opið í stofu með gluggum í austur út að Bræðraborgarstíg. Innaf stofu eru svo tvö herbergi. Annað herbergið er lítið en má nýta sem svefnherbergi, gluggi í suður að Ránargötu. Aðal herbergið er rúmgott, með fjölituðum flísum á gólfi, og þar einnig gluggi í suður að Ránargötu. Frá eldhúsi/stofu er svo gangur sem endar í hurð þaðan sem gengt er fram í sameignina. Á ganginum er fyrst krókur sem nýtist sem þvottaaðstaða. Síðan er baðherbergi flísalagt með baðkari. Hinum megin við baðherbergið er svo stofa/herbergi með glugga ...

Norðurgata 13, 580 Siglufjörður

3 Herbergja, 77.00 m2 Fjölbýlishús, Verð:12.300.000 KR.

Borgir s. 588-2030 kynna. Þriggja herbergja íbúð á 2 hæð t.h. í 4 íbúða húsi. Tvö svefnherbergi, eldhús og bað með sturtu. Stór sér geymsla í kjallaar. Sameiginglegt þvottahús í kjallara. Myndir sýndar með þessari eign geta einnig átt við um Norðurgötu 13 ibúð 201. Þrjár af fjórum íbúðum í stigaganginum Norðurgata 13 eru til sölu og geta selst í einu lagi. Nánari upplýsingar veitir Ægir s. 896-8030 eða aegir@borgir.is

Bókfell , 271 Mosfellsbær

6 Herbergja, 273.80 m2 Einbýlishús, Verð:148.000.000 KR.

Borgir s. 588-2030 kynna: Sérstök eign í Mosfellsbæ. Tvö einbýlishús sem standa á 11826 fm eignarlóð. Annarsvegar er traustbyggt, uppgert Skýrsluhús byggt af ríkinu árið 1939 og hinsvegar nýlegt einbýli á tveim hæðum byggt 2013 Staðsetning er fyrir minni Helgadals og er innkeyrslan frá Hraðastaðavegi rétt hjá gatnamótum Helgadalsvegar, skammt suður af Þingvallavegi. Það tekur fimm mínútur að keyra niður í Mosfellsbæ og tuttugu mínútur í Reykjavík. Minna húsið er byggt af Ríkinu á fyrri helmingi síðustu aldar. Það er steinsteypt með þykkjum veggjum þar sem þar voru geymdar opinberar skýrslur og gögn. Íbúðin þar er skráð sem 58,9 fm að stærð, húsið er allt uppgert og nýlega klætt að utan. Þar er forstofa, baðherbergi gott, flísalagt með baðkari og þar gluggi. Frá holi er eldhús gott með hvítum innréttingum, þar gluggi í austur. Svefnherbergið er á suðurhlið hussins, parket á gólfi. Stofan er svo björt og góð parketlögð og gengið ...

Þórdísarbyggð 39, 311 Borgarbyggð

0 Herbergja, 0.00 m2 Lóð / Jarðir, Verð:2.000.000 KR.

Um er að ræða  2,9 ha sumarhúsalóð  í landi Stangarholts á svæði sem kallast þórdísarbyggð. Langáin rennur þarna mjög nærri. Lóðin er nr. 39 og sést fljótlega eftir að komið er inn á svæðið, ekki langt frá Stangarholtsbænum. Hluti lóðarinnar er gamalt tún og þar er búið að planta allnokkru af trjám sem sum eru orðin mannhæðarhá. Síðan er þarna melur með lágum klettum. Restin er votlendi sem er þokkalega þurrt á sumrum. Vatnslögn er í lóðinni, en ekki komið heitt vatn. Búið er að byggja bústaði á tveimur lóðum við hliðina. Ekkert er áhvílandi á lóðinni. greitt hefur verið framkvæmdagjald í félag lóðareiganda, sem er rúmar 20 þúsund á ári. Leiðarlýsing til að fara á staðinn: Afleggjarinn er á hægri hönd af Snæfellnesvegi við ána Langá.  Það eru skilti við afleggjarann þar sem stendur Stangarholt og að mig minnir líka Jarðlangstaðir.  Farið er sem leið liggur að Stangarholtsbænum, ...

Geirsgata 4 - Hafnartorg , 101 Reykjavík

3 Herbergja, 119.90 m2 Fjölbýlishús, Verð:95.500.000 KR.

ÞG-Verk kynnir til sölu 119,9 fm þriggja herbergja íbúð á 5. hæð við Geirsgötu 4, Hafnartorgi. Skoðaðu úrval íbúða á http://hafnartorg.is/ibudir/ Skipulag 506: Íbúðin skiptist í anddyri, stofu, sjónvarpstofu, eldhús, þvottaherbergi, hjónaherbergi. Baðherbergi eru tvö, þar af annað inn af hjónaherbergi. Frá stofu er gengið út á svalir sem snúa til vesturs. Hægt væri að breyta sjónvarpsstofu í svefnherbergi. Geymsla er staðsett í sameign hússins. Í sameign er einnig sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Íbúðin afhentist fullfrágengin án gólfefna. Sameignir og lóð skilast fullfrágengin. Geirsgata 4 (G2) er hluti af Hafnartorgi sem samanstendur af 70 íbúðum í háum gæðaflokki. Byggingarnar tengjast með sameiginlegum bílakjallara, sem tengist einnig við bílakjallara Hörpunnar og verður með þeirri tengingu stærsti bílakjallari landsins. Hönnun bygginganna er fáguð og tímalaus með áherslur á efni og efnisáferðir, vandaðan frágang, vandaðar innréttingar, búnað og tæki. Almenn lýsing: Að innan er íbúðin máluð með gráu ...

Sýni 28 til 36 af 38