Skipholt 50c, 105 Reykjavík (Austurbær)
119.000.000 Kr.
Atvinnuhús/ Skrifstofuhúsnæði
0 herb.
305 m2
119.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1985
Brunabótamat
103.900.000
Fasteignamat
87.200.000

Borgir  fasteignasala kynnir í einkasölu skrifstofuhúsnæði á þriðju hæð í lyftuhúsi á einum vinsælasta stað borgarinnar við Skipholt 50c, 105 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 03-02, fastanúmer 222-6441 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eignin Skipholt 50 hefur verið skipt upp í tvö rými ca 130 fm hvort, tvö ca 20 fm herbergi með vask, gang, tvö salerni og vaskahús. Birt stærð 305.2 fm.

Nánari upplýsingar veitir Bjarklind Þór Löggiltur fasteignasali, í síma 6905123, tölvupóstur [email protected].

Hér er um frábært tækifæri að ræða þar sem þetta húsnæði hentar vel undir ýmisslega starfsemi en hefur einnig útleigumöguleika

Nánari lýsing:

Rými 1 er notað í dag sem lækna og skurðstofa en það rými hefur allt verið tekið i gegn samkvæmt því og er sérstakur dúkur á gólfum og loftræstibúnaður með Hepar bakteríufilter
Þar má telja móttöku, viðtalsherbergi, vel útbúna skurðstofu, herbergi fyrir dauðhreinsun, vöknun, litla geymslu og litla kaffistofu.
Læknastofan er einnig til sölu með öllum tólum og tækjum og má þar helst nefna skurðarborð, Maquet með axlartoppi og armstuðning og höfuðstuðning, svæfingarvél, skurðstofustólar, skurðstofulampi, Skopiuturn ljósgjafi, videoprinter, camerax2 ásamt fleiri tækjum og tólum sem við höfum lista yfir. 
Neysuvatnslagnir álpex en skipt var um lagnir við eldhúsvask, vask í dauðhreinsun og í viðtalsherbergi 


Rými 2 er í útleigu en er notað sem skrifstofurými sem telur 3 herbergi (skrifstofur), fundarsal, eldhús og sameiginilegt rými sem notað er sem setustofa í dag.
Þar er einnig nýlegur dúkur á gólfum.
Eldri rúmgóð innrétting í eldhúsi, lítill ísskápur og borðkrókur 
Fundarsalur hefur verið notaður fyrir fyrirlestra og kennslu með skjávarpa

20 fm herbergin tvö hafa verið í útleigu til sérfræðinga

Baðherbergin tvö eru mjög snyrtileg en þau eru nýlega uppgerð með upphengdu salerni og nýjum vaskaskáp og nýjum vaski

Ræstingarými rúmgott og bjart og væri möguleiki að gera sturtu þar  

Sameiginlegur inngangur á neðstu hæð en þar er anddyri með lyftu og stigagang uppá efri hæðir. Stigagangur nýmálaður, mjög snyrtilegur með dúk á gólfi
Húsnæðið er á þriðju hæð.
Stórir opnanlegir gluggar á öllum hliðum hússins sem gerir húsnæðið bjart og skemmtilegt
Nóg er af gjaldfrjálsum bílastæðum á lóð framan við húseign og mjög gott hjólastólaaðgengi við inngang.

Hugsanlega mætti skipta eign í tvö fastanúmer ef samþykki fengist en á teikningum er bilunum skipt upp með brunavegg.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill Borgir því skora væntanlega kaupendur á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bæra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 59.000 mvsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.