Austurbrún 4, 104 Reykjavík

2 Herbergja, 48.10 m2 Fjölbýlishús, Verð:30.900.000 KR.

Þessi íbúð er seld með fyrirvara. Fyrirvari stendur til 12.3.2019 Fín íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Mikið útsýni yfir Flóann til fjalla og út á Snæfellsnes. Og af  vestur svölum er horft yfir bæjinn. Afending gæti verið fljótlega eftir kaupsamning. Húsvörður er í húsinu. Íbúðin er: Andyri þar spegilskápur og innaf honum geymsla. Baðherbergi með sturtuklefa, flíslagt og með glugga. Tengt þar fyrir þvottavél og þurkara. Eldhús með nýlegum hvítum innréttingum, gluggi í norður. Innaf stofu er svefnkrókur opin í stofu en væri hægt að loka meira af. Stofan er björt, snýr í vestur. Frá stofu er gengið út á vestur svalir. Gegnheilt parket á gólfum nema flísar á eldhúsi og baði. Sameiginlegt þvottahús á jarðhæð. Nánari upplýsingar veita Ægir s. 896-8030 eða aegir@borgir.is og Ólafur Freyr s. 662-2535 eða olafur@borgir.is  

Sæunnargata 6, 310 Borgarnes

3 Herbergja, 60.10 m2 Tví/Þrí/Fjórbýli, Verð:15.000.000 KR.

Borgir s. 588-2030 kynna: Neðri hæð í tvíbýli. Sér inngangur.  Stór garður í suður.  Íbúðin er:  Komið er í andyri með flísum á gólfi Síðan er gangur eða hol. Fyrst er eldhús með eldri innréttingum - gluggi í norður að götunni. Siðan er inntaksrými sem er nýtt sem þvottahús. Þá baðherbergi flísalagt með sturtuaðstöðu. Fyrir enda gangs er eitt svefnherbergi með glugga í norður. Á suðurhlið hússins með gluggum út í garð í suður eru samliggjandi stofur með rennihurð á milli Önnur stofan er nýtt sem rúmgott svefnherbergi með gluggum í suður og vestur. Stofan er svo með gluggum í suður og austur. Gólfefni eru hvítar flísar. Stærð íbúðar er líklega ranglega skráð sem ca 60 fm - samkvæmt teikningu er hún rúmlega 70 fm. Sami eigandi að efri hæð sem er líka til sölu.   Upplýsingar veitir Ægir s. 896-8030 eða aegir@borgir.is

Sæunnargata 6, 310 Borgarnes

3 Herbergja, 72.90 m2 Tví/Þrí/Fjórbýli, Verð:19.000.000 KR.

Borgir s. 588-2030 kynna: Efri hæð í tvíbýli. Sér inngangur. Góð grasflöt fyrir aftan húsið til suðurs. Íbúðin er : Andyri flísalagt, Gangur þaðan sem gengt er í vistaverur. Eldhús með viðarlituðum innréttingum, flísar á gólfi, gluggí í norður. Tengt fyrir þvottavél. Lítið baðherbergi/ snyrting þar sem sett hefur verið sturta. Flisar á gólfi. Gluggi. Svefnherbergi með skápum. Plastparket á gólfi. Gluggi í norður.  Stofa flísalögð með gluggum í vestur og suður. Önnur stofa með gluggum í suður og austur. Rennihurð á milli stofa. Hægt að nota aðra þeirra sem svefnherbergi. Nánari upplýsingar veitir Ægir s. 896-8030 eða aegir@borgir.is  

Hlíðargerði 21, 108 Reykjavík

4 Herbergja, 214.60 m2 Einbýlishús, Verð:76.000.000 KR.

Borgir s. 588-2030 kynna: Fallegt einbýli á þrem hæðum, kjallari, hæð og ris.  Samkvæmt teikningum er samtals nýtanlegur gólfflötur ca 250 fm en af því eru ca 33 fm undir 1,8 m í risi. Lofthæð í kjallara er í kringum 2 m. og er hann undir öllu húsinu. Steyptir stigar milli hæða.  Garðurinn er í rækt með trjám og blómum. Framan við húsið í suður er steinlögð veönd. Í bakgarði er stór timburverönd/sólpallur  en fyrir aftan húsið eru þvottasnúrur með palli í kring. Lýsing íbúðar: Gengið upp útitröppur og komið í andyri gott flíslagt og þaðan stigi í kjallara.  Á miðhæðinni er tvær góðar stofur í sitt hvorum enda þ.e. önnur í suður en hin í norður enda. Milli stofanna er eldhús með  eldri innréttingum og borðkrók, gluggar í austur. Á móti eldhúsinu á gangi er  endurnýjuð snyrting, flísalögð.  Frá holi á miðhæð er góður stigi upp í risið. Þar í suðurenda er gott  ...

Háaleitisbraut 52, 108 Reykjavík

4 Herbergja, 106.50 m2 Fjölbýlishús, Verð:45.900.000 KR.

Þessi íbúð er seld með fyrirvara um fjármögnun. Fyrirvari stendur til 12.3.2019. Vel skipulögð 4gra herbergja íbúð á þriðju hæð í vinsælu fjölbýli á vinsælum stað í borginni. Staðsett við verslunarmiðstöðina Miðbæ. Snyrtileg sameign. Sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla í kjallara. Blokkinni vel við haldið. Íbúðin er: Fyrst er komið inn í rúmgott  hol með skáp. Gluggi er í holinu sem gerir það bjart. Ljóst parket á gólfi. Til vinstri frá holi er eldhúsið. Það er opið inn í hol. Ljós viðarinnrétting með hvítri borðplötu. Opið inn í hol. Stæði fyrir þvottavél er í eldhúsi. Korkflísar á gólfi. Pláss fyrir eldhúsborð.  Til hægri frá holi er komið inn í rúmgóða stofu með góðum glugga í suðvestur. Frá stofu er gengið út á stórar svalir. Parket á gólfi. Beint áfram frá holi er svefnherbergisgangur.  Hjónaherbergið er útbúið stórum sérsmíðuðum fataskáp. Gengið er út á svalirnar frá hjónaherberginu. Parket á ...

Karlagata 9, 105 Reykjavík

2 Herbergja, 53.40 m2 Tví/Þrí/Fjórbýli, Verð:32.500.000 KR.

Borgir (sími 588-2030) kynna: Hugguleg 2gja herbergja íbúð, á annarri hæð, á eftirsóttum stað í borginni. Stutt í mikla þjónustu. Gengið er inn í hol/gang þaðan sem gengið er í allar vistarverur. Hengi fyrir yfirhafnir eru í holi. Fyrst til hægri er björt borðstofa. Í stofunni er horngluggi sem gerir rýmið bjart. Gluggi vísar í suður og vestur. Við hlið stofu er rúmgott svefnherbergi með góðum skápi. Gluggi snýr í suð-vestur. Gegnt inngangi er rúmgott eldhús með góðum skápum. Skápar hvítir með ljósri borðplötu úr birki. Hvítar flísar á vegg fyrir ofan innréttingu. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingunni. Hvítar flísar á gólfi. Til vinstri frá inngangi er baðherbergi með sturtu. Hvítur handklæðaskápur og vaskaskápur með dökkri borðplötu. Opnanlegur gluggi í norður sem tryggir góða öndun. Pláss er fyrir þvottavél. Ljósar flísar á gólfi og veggjum. Vel með farið ljóst parket er á holi, stofu ...

Bústaðavegur 55, 108 Reykjavík

5 Herbergja, 123.50 m2 Fjölbýlishús, Verð:54.000.000 KR.

Þessi íbúð er seld með fyrirvara sem stendur til 11.3.2019 Fallega eign miðsvæðis í borginni með útsýni yfir Fossvoginn. Sér inngangur. Fyrst er komið inn á pall á jarðhæð þaðan sem liggja teppalagðar tröppur upp á aðalhæð. Þegar upp er komið er fyrst hol. Í holinu er gott fatahengi og stór skápur fyrir yfirhafnir. Holið er opið inn í eldhús. Eldhús með fallegri innréttingu. Ljósir rúmgóðir skápar. Gluggar í norður og austur. Hvítar flísar á vegg fyrir ofan innréttingu. Ofn, háfur og helluborð. Gott pláss fyrir borðkrók í eldhúsi og holi. Grár flísar á gólfi hols og eldhúss. Frá eldhúsi og holi er opið inn í stofu svo birta berst vel á milli rýma á hæðinni. Stofan er rúmgóð með gluggum sem vísa í suður yfir Fossvoginn. Falleg birta er í rýminu. Ljósastæði á veggjum. Fallegt parket á gólfi. Baðherbergið er útbúið góðri sturtu, hvítri baðinnréttingu, upphengdu ...

Tangabryggja 13, íbúð 601 , 110 Reykjavík

5 Herbergja, 146.30 m2 Fjölbýlishús, Verð:79.600.000 KR.

Borgir s. 588-2030 og ÞG Verk kynna glæsilegar íbúðir í nýbyggingu að Tangabryggju 13. Íbúðirnar í húsinu er 63 talsins. Stærð íbúða er frá 44.9 fm. upp í 191 fm. og ýmist með svölum eða sérafnotareit með palli. Þvottahús er í öllum íbúðum ýmist afmarkað eða sem hluti af baðherbergi. Geymslur eru í kjallara. Skoðaðu allar íbúðirnar á www.tgverk.is/tangabryggja-13-2. Íbúðum fylgir helluborð, blástursofn með kjöthitamæli, háfur, innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Íbúðir afhendast með gólfefni á öllum rýmum. Stæði í bílgeymslu fylgir flestum íbúðum sem og hlutdeild í sameiginlegum stæðum fyrir utan húsið. Húsið er klætt að utan með vönduðum ál- og tréklæðingum sem tryggir lágmarks viðhald hússins. Innréttingar fylgja þar sem á við og eru þær af vandaðri gerð frá GKS innréttingum, framleiddar af Nobilia í Þýskalandi samkvæmt ítrustu gæðakröfum. Það skiptir máli hver byggir fyrir þig. Meginmarkmið ÞG Verks er að skila góðu verki og eiga ...

Barónsstígur 41, 101 Reykjavík

4 Herbergja, 97.70 m2 Fjölbýlishús, Verð:43.200.000 KR.

Borgir s. 588-2030 kynnir:  Íbúð á annari hæð á eftirsóttum stað. Staðsett fyrir aftan leikvöllinn á horni Barónsstígs og Bergþórugötu við hliðina á Sundhöllinni. Íbúðin er : Tvö herbergi og stofa (eða tvær stofur og eitt herbergi) , eldhús, sturta og salerni uppi á annari hæð og í kjallara fylgir eitt herbergi og sér baðherbergi. Lýsing íbúaðar á 2. hæð:   Komið er í hol þaðan sem gengið er í vistaverur. Fyrst er rúmgott eldhús með ljósum innréttingum og þar útskot fyrir stóran ísskáp (ísskápur fylgir). Einnig frá holi er lítið rými með sturtu-aðstöðu - flísalögð. Stofurnar eru tvær þvert yfir húsið -  önnur með glugga að Barónsstíg en hin út í garðinn - má loka á milli. Svefnherbergi með skápum (eftir að raða saman) er svo með glugga sem snýr út í garðinn. Flísar á gólfi. Fyrir framan svefnherbergið er svo lítið salerni - flísar. Gólfefni:  parket og ...

Sýni 1 til 9 af 44